Tesla sparkar 3000 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:20 Elon Musk, stofnandi Tesla, bindur miklar vonir við Model 3-bíla fyrirtækisins. Getty/Troy Harvey Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. Um 45 þúsund manns starfa hjá Tesla og því má áætla að fækka muni um 3000 í starfsliðinu. Í tölvupósti til starfsmanna, sem nálgast má á vefsíðu Tesla, segir stofnandi þess að þrátt fyrir ágætis vöxt fyrirtækisins séu erfiðir tímar framundan. Síðastliðið ár hafi þó líklega verið það besta í sögu Tesla og nefnir í því samhengi að fyrirtækið hafi afhent nánast jafnmarga rafbíla árið 2018 en öll fyrri ár samanlagt. Fyrsti bíll fyrirtækisins, Roadster, rataði á göturnar árið 2008. Engu að síður séu rafbílar Tesla ennþá of dýrir fyrir flest, venjulegt fólk og hagnaðurinn af hverjum seldum bíl lítill. Elon Musk, stofnandi Tesla, er þó ekki af baki dottinn.Sjá einnig: Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3„Á þessum ársfjórðungi munum við vonandi sjá; með herkjum, dugnaði og smá heppni, örlítinn hagnað,“ skrifar Musk. Hann bætir við að frá og með maí næstkomandi verði fyrirtækið þó að fara afhenda hina svokölluðu miðútgáfu af Model 3-bifreiðinni á öllum mörkuðum. Að sama skapi verði Tesla að keppast við að ná til viðskiptavina sem til þessa hafa ekki haft efni á að kaupa bifreiðar fyrirtækisins. Það verði aðeins gert með því að hanna og framleiða ódýrari útgáfur af Model 3. Í ljósi vendinga síðustu missera, sem orsökuðu það sem Musk kallar „mest krefjandi ár“ í sögu Tesla, verði fyrirtækið að grípa til uppsagna. Nefnir hann sérstaklega í því samhengi að fækka starfsfólki í fullu starfi og að halda aðeins eftir „mikilvægustu“ hlutastarfsmönnum og verktökum. Þrátt fyrir uppsagnirnar verði Tesla að hraða framleiðslu Model 3-bílanna, sem og að gera fjölmargar framleiðsluaukandi breytingar á næstu mánuðum. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52 Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla segist þurfa að fækka starfsfólki fyrirtækisins um 7 prósent. Um 45 þúsund manns starfa hjá Tesla og því má áætla að fækka muni um 3000 í starfsliðinu. Í tölvupósti til starfsmanna, sem nálgast má á vefsíðu Tesla, segir stofnandi þess að þrátt fyrir ágætis vöxt fyrirtækisins séu erfiðir tímar framundan. Síðastliðið ár hafi þó líklega verið það besta í sögu Tesla og nefnir í því samhengi að fyrirtækið hafi afhent nánast jafnmarga rafbíla árið 2018 en öll fyrri ár samanlagt. Fyrsti bíll fyrirtækisins, Roadster, rataði á göturnar árið 2008. Engu að síður séu rafbílar Tesla ennþá of dýrir fyrir flest, venjulegt fólk og hagnaðurinn af hverjum seldum bíl lítill. Elon Musk, stofnandi Tesla, er þó ekki af baki dottinn.Sjá einnig: Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3„Á þessum ársfjórðungi munum við vonandi sjá; með herkjum, dugnaði og smá heppni, örlítinn hagnað,“ skrifar Musk. Hann bætir við að frá og með maí næstkomandi verði fyrirtækið þó að fara afhenda hina svokölluðu miðútgáfu af Model 3-bifreiðinni á öllum mörkuðum. Að sama skapi verði Tesla að keppast við að ná til viðskiptavina sem til þessa hafa ekki haft efni á að kaupa bifreiðar fyrirtækisins. Það verði aðeins gert með því að hanna og framleiða ódýrari útgáfur af Model 3. Í ljósi vendinga síðustu missera, sem orsökuðu það sem Musk kallar „mest krefjandi ár“ í sögu Tesla, verði fyrirtækið að grípa til uppsagna. Nefnir hann sérstaklega í því samhengi að fækka starfsfólki í fullu starfi og að halda aðeins eftir „mikilvægustu“ hlutastarfsmönnum og verktökum. Þrátt fyrir uppsagnirnar verði Tesla að hraða framleiðslu Model 3-bílanna, sem og að gera fjölmargar framleiðsluaukandi breytingar á næstu mánuðum.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52 Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38
Tesla skilar hagnaði eftir „sögulegan fjórðung“ Það er í fyrsta sinn frá árinu 2016 og var hagnaður fyrirtækisins 312 milljónir dala. 24. október 2018 21:52
Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. 29. september 2018 22:28