Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 10:36 Lögregla ætlar að funda með skólayfirvöldum í Kópavogi eftir helgi. FBL/Heiða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“ Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“
Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15