Rúrik genginn út Björk Eiðsdóttir skrifar 18. janúar 2019 09:59 Rúrik er greinilega farinn að slá um sig á portúgölsku en athugasemdin „Minha Linda“ myndi útleggjast sem „Fagra mín“ á íslensku og Nathalia svarar honum um hæl með athugasemdinni „Meu amor“ eða „ástin mín“. @nathaliasoliani_ Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Það hefur líklega farið fram hjá fáum að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason er genginn út, beint í faðm brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Soliani en þau hafa bæði birt myndir á Instagram-reikningum sínum. En hver er þessi nýjasta tengdadóttir Íslands? Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.Stalstu Rúrik frá mér? Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira