Tilgang lífsins er að finna í þessum pistli Þórlindur Kjartansson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Ef ég gæti talað við dýr þá myndi ég einna helst vilja spyrja þau um alls konar tilvistarlegar spurningar sem sækja á okkur mennina. Tökum sem dæmi kött sem liggur makindalega og letilega út við gluggann. „Heyrðu, köttur—ertu að hugsa innra með þér að þú ættir nú eiginlega að drífa þig eitthvað út og hreyfa þig? Skammastu þín kannski örlítið fyrir að hanga inni og láta stjana við þig á meðan aðrir kettir þurfa að veiða sér til matar, vara sig á hættum og finna sér á hverri nóttu nýjan og öruggan næturstað?“ Svona myndi ég nefnilega hugsa í sporum kattarins: „Æ, ég ætti nú frekar að fara út að slá blettinn, moka snjóinn, skipta um peru, fara í ræktina, skila bókum á bókasafn,“ og svo framvegis og svo framvegis. En hvað ætli kötturinn myndi segja? Mig grunar að svarið yrði eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, gaur, hvað ertu að meina? Ég skil ekki spurninguna? Hugsa um hvort ég ætti að vera að gera eitthvað annað en ég er að gera? Hvernig á það að vera hægt? Hvernig gæti ég verið úti á sama tíma og ég er hér inni að láta fara vel um mig??…Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Tilgangur hundalífsins Það má hugsa sér stærri spurningar. Ef ég hitti hund á vappi myndi ég kannski spyrja hann stærstu spurningarinnar þeirra allra: „Hundur! Hver er tilgangur lífsins?“ „Gaur! Sérðu það ekki?“ „Hvernig á ég að sjá það? Segðu mér, hundur, hver er tilgangur lífsins? Ég get beðið þangað til þú ert búinn að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En það er tilgangur lífsins?“ „Er tilgangur lífsins að míga utan í ljósastaur?“ „Að sjálfsögðu er það tilgangur lífsins.“ „En hver er tilgangurinn með því?“ „Að merkja svæði, það vita allir.“ „Þannig að tilgangur lífsins er að helga sér svæði, er það rétt skilið?“ „Nei. Tilgangur lífsins er að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En nú ertu búinn að míga utan í þennan ljósastaur. Finnst þér þá lífið ekki hafa neinn tilgang lengur?“ „Gaur, tilgangur lífsins er ekki lengur að míga utan í ljósastaur heldur að leita að nýjum ljósastaur til þess að míga utan í?… Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Þunglyndir hundar Fyrir nokkru var ég á gangi í bandarískri stórborg og nálægt mér voru karl og kona hvort að viðra sinn hundinn. Ég komst ekki hjá því að heyra á tal þeirra—og ég hefði heldur ekki viljað missa af því. Annar hundaeigandinn spurði hinn hvort „þetta“ hefði virkað. Og „jú, jú“ hundurinn var víst allt annar eftir „þetta“ og hinn hundaeigandinn kinkaði ábúðarfullur kolli og sagði að þetta væri alveg í takti við sína eigin reynslu af því að setja hundinn á Prozac. Hann væri bara allur miklu glaðlegri og meðfærilegri. Það er nefnilega þannig með dýrin að þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu þeirra í heimspeki, enga notkun á samfélagsmiðlum og engar áhyggjur af frammistöðu í vinnu, eldhúsi eða svefnherbergi þá geta þau víst orðið þunglynd. Þetta hrjáir víst einkum dýr sem eru í einhvers konar haldi og hafa ónóg tækifæri til þess að sinna eðlishvötum sínum. Það kann að hljóma sem góður díll að þurfa aldrei að kvíða því hvaðan næsta máltíð kemur, en ef þú mátt ekki pissa utan í ljósastaura þá?… „what’s the point of it all?“Lífslykillinn Og þótt enginn hafi borgað mér fyrir að básúna út kenningu mína um lykilinn að lífshamingjunni—og án þess að ég hafi í raun nokkra einustu hugmynd um hver sá lykill sé—þá held ég að mannfólkinu, alveg eins og dýrunum, líði einna best þegar við höfum eitthvað fyrir stafni, eitthvað sem við höfum ástríðu fyrir. Einu sinni var tilgangur lífsins hjá mér að æfa fótbolta. Einu sinni að vita allt mögulegt um bandaríska körfuboltamenn og um hríð verða góður í að bakka inn í þröng bílastæði. Tilgangurinn er æði misjafn fyrir okkur, stundum mikilfenglegur, stundum smávægilegur; stundum opinber en oft persónulegur; stundum náum við að tökum á honum en oftast klórum við bara í bakkann. Um þetta hafa ekki bara fjallað sálfræðingar, heimspekingar og áhrifavaldar heldur skáld, rithöfundar og tónlistarfólk. Söguhetjan í hinni stórkostlegu bók Ör, eftir Auði Övu, finnur til að mynda tilgang þegar færni hans nýtist öðrum. Af hlutverkinu sprettur tilgangur. Með tilganginum glæðist lífsviljinn. Þess vegna er svarið stundum: „þú ert nóg“; stundum „þú ert of mikið“; stundum „þú getur gert betur“,—en mjög oft „ég þarf á þér að halda“.Hvorki keypt né seld Engin svör eru altæk þegar mannlegar tilfinningar eru annars vegar. En hvort sem maður ætlar að hugsa um sjálfan sig, börnin sín, vini sína eða fjölskyldu—þá gerir venjulegt fólk eflaust einna mest gagn með því að leyfa ástríðunni, ástinni og metnaðinum að blómstra hvar sem mögulegt er. Á meðan ég skrifa þennan pistil finn ég í honum tilgang lífsins. Eitt af svörunum mínum getur falist í að skrifa—á meðan á því stendur dugir það, en bara um hríð og bara mér einum. Allir aðrir þurfa að finna sín eigin svör og það mun ég sjálfur líka þurfa að gera þegar þessu verkefni er lokið og pistillinn sendur í umbrot. Þá þarf ég að finna næsta staur. En svörin eru ekki einföld fyrr en maður telur sig hafa fundið þau, og svo týnir maður þeim aftur—og þau eru aldrei endanleg og þau eiga aldrei við alla. Það þjónar litlum tilgangi að reyna að þrýsta sínum eigin svörum, sinni ástríðu eða sínum metnaði upp á aðra. Eins og ástin verða slík svör hvorki keypt né seld—en þau eru þarna einhvers staðar, vonandi fyrir okkur öll. Mannkynið hefur uppgötvað þau milljón sinnum og við höfum öll glatað þeim þúsund sinnum. Það er þess vegna raunveruleg ástæða til að varast þá trú að hægt sé að kaupa slík svör dýrum dómum af sannfærandi sölufólki þótt margt megi læra af öllu hugsandi fólki bæði ungu sem öldnu. Oftar finnast þau nefnilega alveg ókeypis í eldgömlum tuggum, og jafnvel hjá talandi hundum og malandi köttum í gluggum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ef ég gæti talað við dýr þá myndi ég einna helst vilja spyrja þau um alls konar tilvistarlegar spurningar sem sækja á okkur mennina. Tökum sem dæmi kött sem liggur makindalega og letilega út við gluggann. „Heyrðu, köttur—ertu að hugsa innra með þér að þú ættir nú eiginlega að drífa þig eitthvað út og hreyfa þig? Skammastu þín kannski örlítið fyrir að hanga inni og láta stjana við þig á meðan aðrir kettir þurfa að veiða sér til matar, vara sig á hættum og finna sér á hverri nóttu nýjan og öruggan næturstað?“ Svona myndi ég nefnilega hugsa í sporum kattarins: „Æ, ég ætti nú frekar að fara út að slá blettinn, moka snjóinn, skipta um peru, fara í ræktina, skila bókum á bókasafn,“ og svo framvegis og svo framvegis. En hvað ætli kötturinn myndi segja? Mig grunar að svarið yrði eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, gaur, hvað ertu að meina? Ég skil ekki spurninguna? Hugsa um hvort ég ætti að vera að gera eitthvað annað en ég er að gera? Hvernig á það að vera hægt? Hvernig gæti ég verið úti á sama tíma og ég er hér inni að láta fara vel um mig??…Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Tilgangur hundalífsins Það má hugsa sér stærri spurningar. Ef ég hitti hund á vappi myndi ég kannski spyrja hann stærstu spurningarinnar þeirra allra: „Hundur! Hver er tilgangur lífsins?“ „Gaur! Sérðu það ekki?“ „Hvernig á ég að sjá það? Segðu mér, hundur, hver er tilgangur lífsins? Ég get beðið þangað til þú ert búinn að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En það er tilgangur lífsins?“ „Er tilgangur lífsins að míga utan í ljósastaur?“ „Að sjálfsögðu er það tilgangur lífsins.“ „En hver er tilgangurinn með því?“ „Að merkja svæði, það vita allir.“ „Þannig að tilgangur lífsins er að helga sér svæði, er það rétt skilið?“ „Nei. Tilgangur lífsins er að míga utan í þennan ljósastaur.“ „En nú ertu búinn að míga utan í þennan ljósastaur. Finnst þér þá lífið ekki hafa neinn tilgang lengur?“ „Gaur, tilgangur lífsins er ekki lengur að míga utan í ljósastaur heldur að leita að nýjum ljósastaur til þess að míga utan í?… Láttu mig svo vera. Ég er upptekinn.“Þunglyndir hundar Fyrir nokkru var ég á gangi í bandarískri stórborg og nálægt mér voru karl og kona hvort að viðra sinn hundinn. Ég komst ekki hjá því að heyra á tal þeirra—og ég hefði heldur ekki viljað missa af því. Annar hundaeigandinn spurði hinn hvort „þetta“ hefði virkað. Og „jú, jú“ hundurinn var víst allt annar eftir „þetta“ og hinn hundaeigandinn kinkaði ábúðarfullur kolli og sagði að þetta væri alveg í takti við sína eigin reynslu af því að setja hundinn á Prozac. Hann væri bara allur miklu glaðlegri og meðfærilegri. Það er nefnilega þannig með dýrin að þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu þeirra í heimspeki, enga notkun á samfélagsmiðlum og engar áhyggjur af frammistöðu í vinnu, eldhúsi eða svefnherbergi þá geta þau víst orðið þunglynd. Þetta hrjáir víst einkum dýr sem eru í einhvers konar haldi og hafa ónóg tækifæri til þess að sinna eðlishvötum sínum. Það kann að hljóma sem góður díll að þurfa aldrei að kvíða því hvaðan næsta máltíð kemur, en ef þú mátt ekki pissa utan í ljósastaura þá?… „what’s the point of it all?“Lífslykillinn Og þótt enginn hafi borgað mér fyrir að básúna út kenningu mína um lykilinn að lífshamingjunni—og án þess að ég hafi í raun nokkra einustu hugmynd um hver sá lykill sé—þá held ég að mannfólkinu, alveg eins og dýrunum, líði einna best þegar við höfum eitthvað fyrir stafni, eitthvað sem við höfum ástríðu fyrir. Einu sinni var tilgangur lífsins hjá mér að æfa fótbolta. Einu sinni að vita allt mögulegt um bandaríska körfuboltamenn og um hríð verða góður í að bakka inn í þröng bílastæði. Tilgangurinn er æði misjafn fyrir okkur, stundum mikilfenglegur, stundum smávægilegur; stundum opinber en oft persónulegur; stundum náum við að tökum á honum en oftast klórum við bara í bakkann. Um þetta hafa ekki bara fjallað sálfræðingar, heimspekingar og áhrifavaldar heldur skáld, rithöfundar og tónlistarfólk. Söguhetjan í hinni stórkostlegu bók Ör, eftir Auði Övu, finnur til að mynda tilgang þegar færni hans nýtist öðrum. Af hlutverkinu sprettur tilgangur. Með tilganginum glæðist lífsviljinn. Þess vegna er svarið stundum: „þú ert nóg“; stundum „þú ert of mikið“; stundum „þú getur gert betur“,—en mjög oft „ég þarf á þér að halda“.Hvorki keypt né seld Engin svör eru altæk þegar mannlegar tilfinningar eru annars vegar. En hvort sem maður ætlar að hugsa um sjálfan sig, börnin sín, vini sína eða fjölskyldu—þá gerir venjulegt fólk eflaust einna mest gagn með því að leyfa ástríðunni, ástinni og metnaðinum að blómstra hvar sem mögulegt er. Á meðan ég skrifa þennan pistil finn ég í honum tilgang lífsins. Eitt af svörunum mínum getur falist í að skrifa—á meðan á því stendur dugir það, en bara um hríð og bara mér einum. Allir aðrir þurfa að finna sín eigin svör og það mun ég sjálfur líka þurfa að gera þegar þessu verkefni er lokið og pistillinn sendur í umbrot. Þá þarf ég að finna næsta staur. En svörin eru ekki einföld fyrr en maður telur sig hafa fundið þau, og svo týnir maður þeim aftur—og þau eru aldrei endanleg og þau eiga aldrei við alla. Það þjónar litlum tilgangi að reyna að þrýsta sínum eigin svörum, sinni ástríðu eða sínum metnaði upp á aðra. Eins og ástin verða slík svör hvorki keypt né seld—en þau eru þarna einhvers staðar, vonandi fyrir okkur öll. Mannkynið hefur uppgötvað þau milljón sinnum og við höfum öll glatað þeim þúsund sinnum. Það er þess vegna raunveruleg ástæða til að varast þá trú að hægt sé að kaupa slík svör dýrum dómum af sannfærandi sölufólki þótt margt megi læra af öllu hugsandi fólki bæði ungu sem öldnu. Oftar finnast þau nefnilega alveg ókeypis í eldgömlum tuggum, og jafnvel hjá talandi hundum og malandi köttum í gluggum.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun