Nú þegar riðlakeppni HM í handbolta er lokið er ljóst hvaða lið fara í milliriðla. Ísland mætir Þjóðverjum í fyrsta leik í milliriðli á laugardagskvöld í Köln.
Ísland fer inn í milliriðla án stiga eftir töp gegn Króötum og Spánverjum. Brasilíumenn eru þar einnig án stiga. Króatar eru efstir í milliriðli 1 með fjögur stig, Þjóðverjar og Frakkar eru með þrjú stig og Spánverjar 2.
Keppni í milliriðlunum hefst á laugardaginn og er fyrsti leikur í milliriðli 1 leikur Frakka og Spánverja sem hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
Fyrsti leikur Íslands er svo þá um kvöldið gegn heimamönnum Þjóðverja, sá leikur hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Allir leikirnir í þessum milliriðli fara fram í Lanxess Arena í Köln.
Næst mætir Ísland heimsmeisturum Frakka, nákvæmlega sólarhring eftir að leikurinn við Þjóðverja hefst.
Íslenska liðið fær svo tvo daga í hvíld áður en lokaleikur milliriðilsins við Brasilíu fer fram 23. janúar klukkan 14:30 að íslenskum tíma.
Leikir í milliriðli 1:
19. janúar:
17:00 Frakkland-Spánn
19:30 Þýskaland-Ísland
20. janúar:
17:00 Brasilía-Krótía
19:30 Ísland-Frakkland
21. janúar:
17:00 Spánn-Brasilía
19:30 Króatía-Þýskaland
23. janúar:
14:30 Brasilía-Ísland
17:00 Þýskaland-Spánn
19:30 Frakkland-Króatía
Fyrsti leikur í milliriðli gegn Þjóðverjum á laugardagskvöld
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn