Lækkun hámarkshraða og bætt lýsing á meðal tillagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:27 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna stýrði fundi umhverfis-og skipulagsnefndar Alþingis um umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut. Vísir/Egill Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00