Aron Pálmarsson var afar stoltur fyrirliði íslenska landsliðsins eftir sigur okkar manna á Makedóníu í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðlakeppni HM í handbolta.
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum. Við vorum þolinmóðir og héldum okkar plani í vörninni hrikalega vel. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Aron.
„Við vorum flottir í sókninni síðustu mínúturnar og tókum ekki illa ígrundaðar ákvarðanir. Við vorum öruggir á boltanum og kláruðum þetta sannfærandi, þannig séð. Við áttum meira í tanknum í lokin og það var æðislegt að sigla þessu heim.“
Aron segir ótrúlegt hversu mikið af ungum leikmönnum eru í íslenska liðinu í dag og árangur liðsins í því ljósi.
„Ég hef sjaldan upplifað þetta ári. Hér eru margir á sínu fyrsta móti og það er æðislegt að sjá hvernig þeir takast á við þetta. Það gefur okkur svo mikla von og aukakraft,“ sagði Aron sem upplifir mikla jákvæðni í kringum íslenska liðið.
„Maður sá það í augunum á strákunum að hér var enginn að fara að tapa þessum leik. Það var enginn hræddur. Við sýndum það inni á vellinum. Jafntefli hefði dugað en við ætluðum ekki að fara að leika okkur að eldinum eða neitt slíkt,“ sagði stoltur fyrirliðinn.
„Makedóníumennirnir hafa örugglega verið í þessari stöðu margoft áður en við vorum hrikalega flottir að stíga þetta skref.“
Aron: Ungu strákarnir gefa okkur svo mikla von
Tengdar fréttir

Leik lokið: Makedónía - Ísland 22-24 | Ísland fer í milliriðil
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil eftir torsóttan tveggja marka sigur á Makedóníu í lokaleik riðlakeppninnar í München í dag.

Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“
Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní

Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því
Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu.

Arnór: Elska að spila fyrir Ísland
Arnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð er Ísland tryggði sér sæti í milliriðlum á HM í handbolta með frábærum tveggja marka sigri á Makedóníu.