Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, hafði betur gegn Degi Sigurðssyni, landsliðsþjálfara Japan, er lið þeirra mættust í lokaumferðinni á riðlakeppni HM.
Hvorugt liðanna átti möguleika á því að komast áfram í milliriðil og forsetabikarinn beið þeirra. Það var mikil dramatík í leik liðanna og Japan eiginlega kastaði frá sér sigrinum.
Barein átti frábærar lokamínútur og tryggði sér sigurinn með marki er sex sekúndur lifðu leik. Japan endar því í botnsæti B-riðils án stiga en Barein er í næstneðsta sæti með 2 stig.
Brasilía er líklega á leið í milliriðilinn sem Ísland er að reyna að komast í. Brasilía skellti Kóreu áðan og komst upp í þriðja sætið.
Rússar og Serbar geta skákað Brössunum en andstæðingar þeirra í dag eru Frakkland og Þýskaland. Því ekki líklegt að stig fari til þeirra og Brassarnir því í toppmálum.
Úrslit:
Síle-Sádi Arabía 32-27
Brasilía-Kórea 35-26
Barein-Japan 23-22
Egyptaland-Angóla 33-28
