Endurtekið efni frá HM 2017 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2019 12:30 Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum fyrir tveimur árum og fagnar hér einu sex marka sinna í leiknum. Hann má eiga annan stórleik í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30