Umfjöllun um tórsóttan sigur á Japan: Góðir hlutir gerðust alltof hægt Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 16:41 Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður með sigurinn. vísir/getty „Ég er búinn að ræða þetta nokkrum sinnum en menn halda alltaf að ég sé að bulla einhverja vitleysu.“ Þetta sagði dauðfeginn en kampakátur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, eftir torsóttan fjögurra marka sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, 25-21, á heimsmeistaramótinu í dag. Guðmundur er þekkur fyrir allt annað en að vanmeta andstæðinginn og hefur oft verið gert góðlátlegt grín að honum fyrir að tala upp hvern einasta mótherja íslenska liðsins í hans valdatíð, allt frá Færeyjum til Frakklands. Það er nú þannig að Guðmundur veit á endanum betur en aðrir. Hann er jú maðurinn sem vann silfrið með Íslandi á Ólympíuleikunum og er ríkjandi Ólympíumeistari með Dönum. Hann varaði við því að Japanar væru búnir að ná miklum framförum undir stjórn Dags og engu laug hann. Sigurinn var á endanum góður en það tók 57 mínútur að hrista spræka Japana af sér. Strákarnir okkar voru aftur á móti ekkert spes í sóknarleiknum og gerðu svo sannarlega sitt til að halda þeim japönsku inn í leiknum.Stefán Rafn átti frábæra innkomu.vísir/gettyHandboltaharðlífi Áfram er varnarleikur íslenska liðsins sterkur en það er ekkert grín að elta þessa kattfrísku japönsku leikmenn út um allan völl. Strákarnir okkar röðuðu upp 28 löglegum stöðvunum og héldu Japan á endanum í 21 marki, ellefu í fyrri hálfeik og tíu í seinni. Það lagði grunninn að sigrinum. Sóknarleikurinn var erfiður. Eftir kröftugar átta mínútur þar sem að liðið skoraði sex mörk skoraði Ísland aðeins tvö á næstu átta mínútum. Íslensku strákarnir voru að spila sig í ágætis færi en hittu svo ekki markið trekk í trekk og voru að tapa boltanum. Alltaf þegar að þriggja marka munur náðist með möguleika á að fara í fjögur og ganga frá leiknum komu þeir japönsku aftur og héldu spennunni í leiknum. Það var algjört handboltaharðlífi í gangi að ganga loks frá leiknum og það gerðist ekki fyrr en á síðustu mínútunum. Dagur Sigurðsson var heiðarlegur í viðtali við Vísi eftir leik og sagði að honum fannst lítið til íslenska liðsins koma í dag og auðvelt er að taka undir það. Það var eitthvað slen yfir mönnum og er vonandi að Dagur hafi hitt naglann á höfuðið með að hugur strákanna væri kominn í Makedóníuleikinn.Ómar Ingi Magnússon var góður í seinni hálfleik og heldur vonandi svona áfram.vísir/gettyÓmar vaknaði Á meðan allir leikmenn íslenska liðsins hafa stimplað sig inn fyrir alvöru í fyrstu þremur leikjunum virtist sem svo að hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon hefði gleymt stimpilkortinu heima og það var ekki enn komið í hús í fyrri hálfleik. Þessi frábæri leikmaður sem er stoðsendingahæstur í dönsku úrvalsdeildinni átti þrjá og hálfan dapran leik, hitti varla markið og skilaði boltanum illa frá sér. Hann vaknaði svo úr rotinu í seinni hálfeik og munaði um minna. Ómar skilaði á endanum þremur mörkum og var með 100 prósent nýtingu í seinni hálfleik. Þá bætti hann við þremur stoðsendingum og er vonandi mættur til leiks því íslenska liðið þarf svo sannarlega á honum og gæðum hans að halda í framhaldinu. Guðmundur heldur svo áfram að rúlla vel á liðinu sem skilar því að alltaf er það einhver sem að stígur upp og í dag var Stefán Rafn Sigurmannsson svo sannarlega betri en enginn í vinstra horninu. Hann skoraði fimm mörk úr sex skotum og fiskaði eitt rautt spjald á mótherjana.Þessi vilja fara til Kölnar, ekki í Forsetabikarinn.vísir/gettyByrja frá byrjun Þrátt fyrir að Guðmundur fagnaði sigrinum vel eftir leik voru strákarnir óhressir með eigin frammistöðu og hvað þeir leyfðu Japan að hanga lengi inn í þessu. Þeir kenndu sjálfum sér um að vera ekki á fullu frá byrjun því það er ekkert hægt í handbolta að ætla að taka þetta af krafti eftir korter eða fjörutíu mínútur. Þá er það bara of seint. Segja má að krakkarnir hans Guðmundar hafi aðeins hlaupið á vegg í dag en Elvar Örn og Gísli Þorgeir áttu í bölvuðu brasi í sókninni og eftir að fá báðir mínútur til að kveikja í þessu í fyrri hálfleik lét Guðmundur þá byrja á bekknum í seinni hálfleik. Stigin tvö eru vel þegin og nú er innan við sólarhringur í stóra prófið á móti Makedóníu á morgun. Leikurinn sem ræður úrslitum um framtíð Íslands á mótinu; hvort menn fara í milliriðilinn til Kölnar eða með smáliðunum í Forsetabikarinn. Við erum búin að sjá flestar útgáfur af íslenska liðinu; góðar og slæmar og menn, yngri sem eldri, eru búnir að taka út frábærar mínútur og daprar. Nú er bara vonandi að menn setji saman 60 mínútur annað kvöld og tryggi sér farseðilinn til Kölnar. Frammistaðan þarf þó að vera mun betri í sókninni annað kvöld ef sú á að vera raunin. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Aron: Þetta er ekkert skemmtilegast í heimi en er árangursríkt Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, var ekkert sérlega hrifinn af leik íslenska liðsins í sigrinum gegn Japan í dag en fyrirliðinn segir að það sé sigurinn sem skipti mestu máli. 16. janúar 2019 16:29 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
„Ég er búinn að ræða þetta nokkrum sinnum en menn halda alltaf að ég sé að bulla einhverja vitleysu.“ Þetta sagði dauðfeginn en kampakátur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, eftir torsóttan fjögurra marka sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, 25-21, á heimsmeistaramótinu í dag. Guðmundur er þekkur fyrir allt annað en að vanmeta andstæðinginn og hefur oft verið gert góðlátlegt grín að honum fyrir að tala upp hvern einasta mótherja íslenska liðsins í hans valdatíð, allt frá Færeyjum til Frakklands. Það er nú þannig að Guðmundur veit á endanum betur en aðrir. Hann er jú maðurinn sem vann silfrið með Íslandi á Ólympíuleikunum og er ríkjandi Ólympíumeistari með Dönum. Hann varaði við því að Japanar væru búnir að ná miklum framförum undir stjórn Dags og engu laug hann. Sigurinn var á endanum góður en það tók 57 mínútur að hrista spræka Japana af sér. Strákarnir okkar voru aftur á móti ekkert spes í sóknarleiknum og gerðu svo sannarlega sitt til að halda þeim japönsku inn í leiknum.Stefán Rafn átti frábæra innkomu.vísir/gettyHandboltaharðlífi Áfram er varnarleikur íslenska liðsins sterkur en það er ekkert grín að elta þessa kattfrísku japönsku leikmenn út um allan völl. Strákarnir okkar röðuðu upp 28 löglegum stöðvunum og héldu Japan á endanum í 21 marki, ellefu í fyrri hálfeik og tíu í seinni. Það lagði grunninn að sigrinum. Sóknarleikurinn var erfiður. Eftir kröftugar átta mínútur þar sem að liðið skoraði sex mörk skoraði Ísland aðeins tvö á næstu átta mínútum. Íslensku strákarnir voru að spila sig í ágætis færi en hittu svo ekki markið trekk í trekk og voru að tapa boltanum. Alltaf þegar að þriggja marka munur náðist með möguleika á að fara í fjögur og ganga frá leiknum komu þeir japönsku aftur og héldu spennunni í leiknum. Það var algjört handboltaharðlífi í gangi að ganga loks frá leiknum og það gerðist ekki fyrr en á síðustu mínútunum. Dagur Sigurðsson var heiðarlegur í viðtali við Vísi eftir leik og sagði að honum fannst lítið til íslenska liðsins koma í dag og auðvelt er að taka undir það. Það var eitthvað slen yfir mönnum og er vonandi að Dagur hafi hitt naglann á höfuðið með að hugur strákanna væri kominn í Makedóníuleikinn.Ómar Ingi Magnússon var góður í seinni hálfleik og heldur vonandi svona áfram.vísir/gettyÓmar vaknaði Á meðan allir leikmenn íslenska liðsins hafa stimplað sig inn fyrir alvöru í fyrstu þremur leikjunum virtist sem svo að hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon hefði gleymt stimpilkortinu heima og það var ekki enn komið í hús í fyrri hálfleik. Þessi frábæri leikmaður sem er stoðsendingahæstur í dönsku úrvalsdeildinni átti þrjá og hálfan dapran leik, hitti varla markið og skilaði boltanum illa frá sér. Hann vaknaði svo úr rotinu í seinni hálfeik og munaði um minna. Ómar skilaði á endanum þremur mörkum og var með 100 prósent nýtingu í seinni hálfleik. Þá bætti hann við þremur stoðsendingum og er vonandi mættur til leiks því íslenska liðið þarf svo sannarlega á honum og gæðum hans að halda í framhaldinu. Guðmundur heldur svo áfram að rúlla vel á liðinu sem skilar því að alltaf er það einhver sem að stígur upp og í dag var Stefán Rafn Sigurmannsson svo sannarlega betri en enginn í vinstra horninu. Hann skoraði fimm mörk úr sex skotum og fiskaði eitt rautt spjald á mótherjana.Þessi vilja fara til Kölnar, ekki í Forsetabikarinn.vísir/gettyByrja frá byrjun Þrátt fyrir að Guðmundur fagnaði sigrinum vel eftir leik voru strákarnir óhressir með eigin frammistöðu og hvað þeir leyfðu Japan að hanga lengi inn í þessu. Þeir kenndu sjálfum sér um að vera ekki á fullu frá byrjun því það er ekkert hægt í handbolta að ætla að taka þetta af krafti eftir korter eða fjörutíu mínútur. Þá er það bara of seint. Segja má að krakkarnir hans Guðmundar hafi aðeins hlaupið á vegg í dag en Elvar Örn og Gísli Þorgeir áttu í bölvuðu brasi í sókninni og eftir að fá báðir mínútur til að kveikja í þessu í fyrri hálfleik lét Guðmundur þá byrja á bekknum í seinni hálfleik. Stigin tvö eru vel þegin og nú er innan við sólarhringur í stóra prófið á móti Makedóníu á morgun. Leikurinn sem ræður úrslitum um framtíð Íslands á mótinu; hvort menn fara í milliriðilinn til Kölnar eða með smáliðunum í Forsetabikarinn. Við erum búin að sjá flestar útgáfur af íslenska liðinu; góðar og slæmar og menn, yngri sem eldri, eru búnir að taka út frábærar mínútur og daprar. Nú er bara vonandi að menn setji saman 60 mínútur annað kvöld og tryggi sér farseðilinn til Kölnar. Frammistaðan þarf þó að vera mun betri í sókninni annað kvöld ef sú á að vera raunin.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Aron: Þetta er ekkert skemmtilegast í heimi en er árangursríkt Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, var ekkert sérlega hrifinn af leik íslenska liðsins í sigrinum gegn Japan í dag en fyrirliðinn segir að það sé sigurinn sem skipti mestu máli. 16. janúar 2019 16:29 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29
Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20
Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21
Aron: Þetta er ekkert skemmtilegast í heimi en er árangursríkt Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, var ekkert sérlega hrifinn af leik íslenska liðsins í sigrinum gegn Japan í dag en fyrirliðinn segir að það sé sigurinn sem skipti mestu máli. 16. janúar 2019 16:29