Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 15:35 Frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi þar sem árásin var gerð. Vísir/EPA Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00