Framtíð strákanna okkar á HM ræðst á 27 klukkutímum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 10:45 Guðmundur Guðmundsson þarf að vinna tvo leiki til viðbótar til að komast með strákana í milliriðil. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30