Framundan er hörð keppni á hinu árlega Wodapalooza CrossFit móti í Miami en að þessu sinni er aðeins meira undir en síðustu ár.
CrossFit samtökin ákváðu að breyta til í ár og í stað hinnar hefðbundnu undankeppni þá mun nú eitt sæti á heimsleikana í karla-, kvenna- og liðaflokki vera í boði fyrir sigurvegara á fimmtán tilteknum mótum. Eitt af þeim mótum verður haldið í Reykjavík í maí.
Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum.
Wodapalooza mótið hefur heppnast mjög vel síðustu ár og það er mikið fjör og stemmning á svæðinu enda samankomin fjöldi fólks allstaðar að úr heiminum sem lifir og hrærist í CrossFit.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var nálægt því að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit í fyrsta mótinu sem bauð upp á laust sæti á heimsleikunum í Madison í ágúst. Það fór fram í Dúbaí í desember og endaði Sara þá í þriðja sæti en aðeins tólf stigum á eftir Samöntu Briggs.
Mattew Fraser, Samantha Briggs og lið Invictus tryggðu sér sæti á heimsleikunum í ágúst með sigri á mótinu í Dúbaí og geta því strax stillt sinn undirbúning á að toppa í ágúst. Nú eru fjórtán sæti eftir í hverjum flokki.
Ragnheiður Sara hefur verið á uppleið eftir meiðslin á heimsleikunum í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að tryggja sér sætið í Miami. Hún bauð að minnsta kosti upp á eina „ofuræfingu“ á Instagram síðu sinni í vikunni.
Ragnheiður Sara setti þar inn skemmtilegt myndbandi af sér þar sem hún sýnir mikinn styrk með því að lyfta sér hvað eftir annað upp í hringjunum og það í mikilli hæð.
Það er eitt að ná svona „upprisu“ í hringjum einu sinni hvað þá að gera það margoft í röð eins og Sara gerir í þessu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki hægt að sjá annað en hún sé klár í fjörið í Miami sem hefst síðan á morgun.
Only one week until, all the have been worth it PR’d my Strict MU , how many do you think I got ? _ _ _ #cffortlauderdale #strictmu @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_us #benandjerrysView this post on Instagram
A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2019 at 9:57am PST