Það er til mikils að vinna Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. janúar 2019 19:15 Á undanförnum árum hefur vetrarferðaþjónusta verið að vaxa og dafna. Jafnt og þétt hefur verið unnið að því að efla ferðaþjónustu allt árið um kring – um það munar ekki síst á landsbyggðinni. Ísland í fögrum vetrarbúningi með norðurljósin dansandi á himninum er auðlind sem þúsundir ferðamanna sækja okkur nú heim daglega yfir vetrartímann til að njóta þess sem náttúran og samfélagið okkar hefur að bjóða. Og gestgjafarnir eru annars vegar mikill fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu um land allt og hins vegar þjóðin öll. Í desember sl. komu 137 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði árið 2014 sóttu 54 þúsund gestir okkur heim. Sömu sögu er að segja af janúarmánuði - árið 2014 komu 47 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í fyrra voru þeir um 160 þúsund. Vissulega hefur hægt á þeim mikla vexti sem við höfum upplifað síðustu ár, en þessi þróun sýnir að Vetur konungur ber nafn með réttu sem helsti vaxtarbroddur í komum erlendra ferðamanna til landsins. Þar á öflugt markaðsstarf og mikil uppbygging faglegrar ferðaþjónustu um allt land stóran hlut í árangrinum.Allt samfélagið tapar á verkfallsátökum Hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hefur veturinn að þessu sinni hins vegar einkennst af áhyggjum af stöðu kjaramála. Yfirlýsingar sumra verkalýðsforkólfa landsins um að vænta megi harðra átaka, sem hófust mörgum mánuðum áður en samningar runnu út, gefa ekki fögur fyrirheit um batnandi tíð í ferðaþjónustu. Þvert á móti. Í slíkri umræðu er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hversu slæm áhrif slík átök geta haft á ferðaþjónustu, sem er í eðli sínu mjög viðkvæm atvinnugrein á margan hátt. Umræða á Íslandi berst víðar í vel tengdum heimi en marga grunar. Og nú er svo komið að síðustu daga og vikur hafa fyrirspurnir áhyggjufullra ferðamanna og ferðaskipuleggjenda tekið að berast. Ef til langvarandi verkfalla kemur má búast við hrinu afbókana og að þeir ferðamenn sem komnir eru til landsins fái ekki þá þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Orðið er fljótt að berast og rétt eins og að ánægðir ferðamenn eru besta markaðssetning sem ferðamannalandið Ísland getur hlotið, eru óánægðir sú versta. Langvarandi átök geta því haft neikvæð áhrif langt inn í sumarið og haustið og skaðað verulega ávinning samfélagsins af ferðaþjónustunni. Það væri mikilsvert að komast hjá slíkum aðstæðum. Því er það gríðarmikilvægt fyrir ferðaþjónustuna, eins og samfélagið í heild, að aðilar leggi sig enn betur fram við samningaborðið og leggi áherslu á að nálgast hvor aðra með opnum hug, skynsamlegum tillögum og raunverulegri umræðu um þær. Með hverjum fundi verður þannig komist nær sameiginlegum árangri. Það skiptir máli að muna að kjarasamningar eru ekki stríðsátök stétta heldur samvinna aðila vinnumarkaðarins um að bæta lífskjör á Íslandi. Áhættan er mest á landsbyggðinni Það er ljóst að komi til átaka á vinnumarkaði sem beinast gegn ferðaþjónustunni mun áhrifa þeirra ekki síst gæta á landsbyggðinni, sem ekki má við samdrætti eins og staðan er. Komið hefur fram að ferðaþjónustufyrirtæki fjarri höfuðborgarsvæðinu glíma gjarnan við mun hærri launakostnað sem hlutfall af tekjum en þau sem starfa á Suðvesturhorninu. Þar þarf því minna högg til að neikvæðu áhrifin magnist. Áhrif sem hafa sömuleiðis meiri bein neikvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækjanna á landsbyggðinni. Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir vetrarmánuðina hefur verið að styrkjast á undanförnum árum og þúsundir ferðamanna eiga bókaða gistingu, bílaleigubíla og afþreyingu í viku hverri í febrúar, mars og apríl. Hvers konar stöðvun á þeirri keðju mun óhjákvæmilega hafa alvarlegar afleiðingar. Ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið er því mikil og rétt að hvetja samningsaðila til að halda áfram að leita skynsamlegra leiða til að ná samningum af heilindum og komast þannig hjá átökum sem skaðað geta ferðaþjónustuna og þar með samfélagið allt. Það er til mikils að vinna. Jóhannes Þór Skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vetrarferðaþjónusta verið að vaxa og dafna. Jafnt og þétt hefur verið unnið að því að efla ferðaþjónustu allt árið um kring – um það munar ekki síst á landsbyggðinni. Ísland í fögrum vetrarbúningi með norðurljósin dansandi á himninum er auðlind sem þúsundir ferðamanna sækja okkur nú heim daglega yfir vetrartímann til að njóta þess sem náttúran og samfélagið okkar hefur að bjóða. Og gestgjafarnir eru annars vegar mikill fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu um land allt og hins vegar þjóðin öll. Í desember sl. komu 137 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði árið 2014 sóttu 54 þúsund gestir okkur heim. Sömu sögu er að segja af janúarmánuði - árið 2014 komu 47 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í fyrra voru þeir um 160 þúsund. Vissulega hefur hægt á þeim mikla vexti sem við höfum upplifað síðustu ár, en þessi þróun sýnir að Vetur konungur ber nafn með réttu sem helsti vaxtarbroddur í komum erlendra ferðamanna til landsins. Þar á öflugt markaðsstarf og mikil uppbygging faglegrar ferðaþjónustu um allt land stóran hlut í árangrinum.Allt samfélagið tapar á verkfallsátökum Hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hefur veturinn að þessu sinni hins vegar einkennst af áhyggjum af stöðu kjaramála. Yfirlýsingar sumra verkalýðsforkólfa landsins um að vænta megi harðra átaka, sem hófust mörgum mánuðum áður en samningar runnu út, gefa ekki fögur fyrirheit um batnandi tíð í ferðaþjónustu. Þvert á móti. Í slíkri umræðu er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hversu slæm áhrif slík átök geta haft á ferðaþjónustu, sem er í eðli sínu mjög viðkvæm atvinnugrein á margan hátt. Umræða á Íslandi berst víðar í vel tengdum heimi en marga grunar. Og nú er svo komið að síðustu daga og vikur hafa fyrirspurnir áhyggjufullra ferðamanna og ferðaskipuleggjenda tekið að berast. Ef til langvarandi verkfalla kemur má búast við hrinu afbókana og að þeir ferðamenn sem komnir eru til landsins fái ekki þá þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Orðið er fljótt að berast og rétt eins og að ánægðir ferðamenn eru besta markaðssetning sem ferðamannalandið Ísland getur hlotið, eru óánægðir sú versta. Langvarandi átök geta því haft neikvæð áhrif langt inn í sumarið og haustið og skaðað verulega ávinning samfélagsins af ferðaþjónustunni. Það væri mikilsvert að komast hjá slíkum aðstæðum. Því er það gríðarmikilvægt fyrir ferðaþjónustuna, eins og samfélagið í heild, að aðilar leggi sig enn betur fram við samningaborðið og leggi áherslu á að nálgast hvor aðra með opnum hug, skynsamlegum tillögum og raunverulegri umræðu um þær. Með hverjum fundi verður þannig komist nær sameiginlegum árangri. Það skiptir máli að muna að kjarasamningar eru ekki stríðsátök stétta heldur samvinna aðila vinnumarkaðarins um að bæta lífskjör á Íslandi. Áhættan er mest á landsbyggðinni Það er ljóst að komi til átaka á vinnumarkaði sem beinast gegn ferðaþjónustunni mun áhrifa þeirra ekki síst gæta á landsbyggðinni, sem ekki má við samdrætti eins og staðan er. Komið hefur fram að ferðaþjónustufyrirtæki fjarri höfuðborgarsvæðinu glíma gjarnan við mun hærri launakostnað sem hlutfall af tekjum en þau sem starfa á Suðvesturhorninu. Þar þarf því minna högg til að neikvæðu áhrifin magnist. Áhrif sem hafa sömuleiðis meiri bein neikvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækjanna á landsbyggðinni. Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir vetrarmánuðina hefur verið að styrkjast á undanförnum árum og þúsundir ferðamanna eiga bókaða gistingu, bílaleigubíla og afþreyingu í viku hverri í febrúar, mars og apríl. Hvers konar stöðvun á þeirri keðju mun óhjákvæmilega hafa alvarlegar afleiðingar. Ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið er því mikil og rétt að hvetja samningsaðila til að halda áfram að leita skynsamlegra leiða til að ná samningum af heilindum og komast þannig hjá átökum sem skaðað geta ferðaþjónustuna og þar með samfélagið allt. Það er til mikils að vinna. Jóhannes Þór Skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun