Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 16:22 Afar grunnt er á því góða milli minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn og þar takast einkum á þau Dagur og svo Vigdís og Eyþór. Vísir Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“ Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15