Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 15:00 Guðmundur Guðmundsson undirbýr sig alltaf vel. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira