Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 14:15 Arnar Freyr Arnarsson á mikið inni í sóknarleiknum að eigin sögn. vísir/getty Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30