Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2019 19:00 Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna. Umhverfismál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna.
Umhverfismál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira