Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir úttekt á kostnaði við Fiskiðjuna Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 18:15 Fulltrúar H-listans, Fyrir Heimaey, og Eyjalistans voru samþykkir en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni. Eyjar.net Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira