„Það er mjög gaman að vera með á þessu stórmóti og njóta þess,“ sagði Sigvaldi í samtali við Tómas Þór Þórðarson í München.
„Við vorum sammála um að keyra á fullu á þá allan leikinn en þeir reyndu að komast inn í hausinn á okkur undir lok fyrri hálfeiks.“
„Við fórum inn í klefa og svo keyrðum við bara yfir þá,“ en Sigvaldi segir að það sé draumur að rætast hjá honum að spila fyrir Ísland á stórmóti.
„Það er gaman að því. Það er bara draumur fyrir mig að spila á svona stórmóti.“
Sigvaldi segir að þeir þurfi að vera klárir í tvo næstu leiki gegn Japan og Makedóníu en það eru algjörir úrslitaleikir fyrir íslenska liðið hvað framhaldið varðar.
„100%. Þetta eru allt úrslitaleikir fyrir okkur og við þurfum að vera hundrað prósent klárir í alla leiki. Við ætlum að gera það,“ sagði Sigvaldi.