Könnuðu kvíða, andlega hörku og árangurshneigð hjá Gunnari Nelson og Sunnu Tsunami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 10:30 Gunnar Nelson í einu af prófunum. Mynd/Mjölnir Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira