ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 22:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti fengið gálgafrest, haldi hún sæti sínu. Getty/Pier Marco Tacca Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira