Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í D-riðlinum á HM í handbolta sem er haldið í Þýskalandi og Danmörku en þeir unnu stórsigur á Argentínu í kvöld, 31-16.
Svíar lentu ekki í vandræðum með Argentínu í kvöld en lokatölur urðu fimmtán marka sigur Svía. Þeir voru 15-10 yfir í hálfleik en stigu aðeins á bensíngjöfina í síðari hálfleik en Argentína skoraði einungis sex mörk í síðari hálfleik.
Svíarnir unnu góðan þriggja marka sigur á Egyptum í fyrsta leiknum og eru því komnir með fjögur stig en Argentína er með eitt stig eftir jafntefli við Ungverja í fyrstu umferðinni.
Markaskorið dreifðist afar vel hjá Svíum í kvöld en markahæstir voru þeir Niclas Ekberg og Mattias Zachrisson en þeir skoruðu báðir fimm mörk. Federico Gaston Fernandez var markahæstur hjá Argentínu með sex mörk.
Vandræðalaust hjá Kristjáni gegn Argentínu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti