Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur 13. janúar 2019 20:23 Ólafur Guðmundsson, besti maður Íslands í leiknum, reynir hér að stoppa Spánverjann Viran Morros. Getty/Carsten Harz Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sjö marka mun fyrir Spánverjum, 25-32, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið missti Spánverjar fram úr sér í fyrri hálfleik en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með mjög góðum kafla í þeim síðari. Margir ungir leikmenn í íslenska leikmannahópnum fengu að stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en bestu menn íslenska liðsins í kvöld komu inn af bekknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Guðmundsson var besti maður íslenska liðsins í dag og sá markahæsti með sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti líka fína innkomu í markið í seinni hálfleik þar sem hann varði sjö af níu skotum sínum og flest úr dauðafærum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(5 varin skot- 16:33 mín.) Byrjaði leikinn fanta vel. Fékk traustið frá þjálfarateyminu en auðvitað er íslensku markvörðunum vorkunn því vörnin opnast oft illa og andstæðingar fá frí skot á teig sem erfitt er að verjast.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Verður ekki dæmdur af þessum leik. Varð fyrir hnjaski fljótlega í leiknum sem virtist slá hann útaf laginu.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(5 mörk - 36:30 mín.) Byrjaði frábærlega í leiknum en þegar leið á leikinn dróg af honum enda mikil orka sem hann þarf að setja í leikinn þar sem hann stendur varnarleikinn einnig eins og herforingi.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(0 mörk - 29:29 mín.) Náði ekki að fylgja eftir góðum sóknarleik sínum í leiknum gegn Króatíu og skoraði ekki mark. Var aftur á móti frábær í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(1 mark - 13:38 mín.) Týndist í leiknum gegn líkamlega sterku liði Spánar sem segir að hann þarf öflugan mann með sér í náinni framtíð. Flinkur og klókur leikmaður en það eitt og sér dugar ekki til á stóra sviðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3(3 mörk - 31:21 mín.) Hefði átt að fá fjóra í einkunn í síðasta leik sem hefði verið sanngjarnt. Hann fær sömu einkunn í dag og þá eða þrjá. Sterkur leikmaður en hefur ekki mikið aukalega fram að færa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 42:41 mín.) Stóð í sjálfu sér vaktina vel. Auðvitað lenti hann í vandræðum varnarlega þar sem langt er á milli manna í þessari framliggjandi vörn og virtist síðan skorta orku í að geta klárað leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(6 stopp - 19:20 mín.) Kjölfestan í varnarleik liðsins og sem stendur okkar besti varnarmaður. Hann fær mínus í kladda fyrir ódýrar brottvísanir sem eru dýrar í leik sem þessum.Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði þrjú víti á tólf mínútum.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(9 varin skot- 36:35 mín.) Sýndi okkur loksins að hann er á lífi eftir mjög erfiða leiki síðustu misserin. Fyrir hann er galdur að halda þessu áfram. Byrjaði á bekknum og virtist hafa haft gott af því.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði mjög góðan leik. Vogaður leikmaður sem virðist ætla að eigna sér þessa stöðu með sama áframhaldi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(6 mörk - 24:56 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skilaði frábærum mörkum og var mjög öflugur varnarlega. Erfitt að setja eitthvað út á hans frammistöðu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 12:00 mín.) Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn og spila meira. Gjörbreytti sóknarleik íslenska liðsins með hraða sínum og krafti. Hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið af níu metrum.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta -3(2 mörk - 32:32 mín.) Teitur var heitur til að byrja með í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu. Getur staðið vörn en er á stundum óagaður sem lagast með meiri reynslu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 28:42 mín.) Er í raun sá leikmaður sem getur orðið x-faktor íslenska liðsins á komandi misserum. Frábært eintak og með fleiri leikjum á stóra sviðinu þá verður honum ekki haggað úr hægra horninu.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 19:13 mín.) Var þéttur varnarlega og stóð vaktina eins og ráð var fyrir gert. Hann og Ólafur Gústafsson virtust ná afar vel saman. Ýmir er án nokkurs vafa framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins.Daníel Þór Ingason, vörn - 3(9 stopp - 16:30 mín.) Er á sama stað og Ýmir. Frábær varnarlega og í náinni framtíð mun hann væntanlega nýtast liðinu vel sóknarlega. Hann þarf aftur á móti meiri tíma. Guðmundur Guðmundsson.Vísir/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Er trúr sinni sannfæringu og verður ekki haggað. Hann er á réttri leið með liðið en hefði mátt breyta liðinu fyrr ekki síst í fyrri hálfleik þegar halla fór undan fæti. Það þarf kjark til að nota nýliða á stóra sviðinu eins og hann gerði í síðari hálfleik. Þar fær hann plús í kladdann og dýrmæta reynslu í hópinn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sjö marka mun fyrir Spánverjum, 25-32, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið missti Spánverjar fram úr sér í fyrri hálfleik en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með mjög góðum kafla í þeim síðari. Margir ungir leikmenn í íslenska leikmannahópnum fengu að stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en bestu menn íslenska liðsins í kvöld komu inn af bekknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Guðmundsson var besti maður íslenska liðsins í dag og sá markahæsti með sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti líka fína innkomu í markið í seinni hálfleik þar sem hann varði sjö af níu skotum sínum og flest úr dauðafærum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(5 varin skot- 16:33 mín.) Byrjaði leikinn fanta vel. Fékk traustið frá þjálfarateyminu en auðvitað er íslensku markvörðunum vorkunn því vörnin opnast oft illa og andstæðingar fá frí skot á teig sem erfitt er að verjast.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Verður ekki dæmdur af þessum leik. Varð fyrir hnjaski fljótlega í leiknum sem virtist slá hann útaf laginu.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(5 mörk - 36:30 mín.) Byrjaði frábærlega í leiknum en þegar leið á leikinn dróg af honum enda mikil orka sem hann þarf að setja í leikinn þar sem hann stendur varnarleikinn einnig eins og herforingi.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(0 mörk - 29:29 mín.) Náði ekki að fylgja eftir góðum sóknarleik sínum í leiknum gegn Króatíu og skoraði ekki mark. Var aftur á móti frábær í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(1 mark - 13:38 mín.) Týndist í leiknum gegn líkamlega sterku liði Spánar sem segir að hann þarf öflugan mann með sér í náinni framtíð. Flinkur og klókur leikmaður en það eitt og sér dugar ekki til á stóra sviðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3(3 mörk - 31:21 mín.) Hefði átt að fá fjóra í einkunn í síðasta leik sem hefði verið sanngjarnt. Hann fær sömu einkunn í dag og þá eða þrjá. Sterkur leikmaður en hefur ekki mikið aukalega fram að færa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 42:41 mín.) Stóð í sjálfu sér vaktina vel. Auðvitað lenti hann í vandræðum varnarlega þar sem langt er á milli manna í þessari framliggjandi vörn og virtist síðan skorta orku í að geta klárað leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(6 stopp - 19:20 mín.) Kjölfestan í varnarleik liðsins og sem stendur okkar besti varnarmaður. Hann fær mínus í kladda fyrir ódýrar brottvísanir sem eru dýrar í leik sem þessum.Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði þrjú víti á tólf mínútum.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(9 varin skot- 36:35 mín.) Sýndi okkur loksins að hann er á lífi eftir mjög erfiða leiki síðustu misserin. Fyrir hann er galdur að halda þessu áfram. Byrjaði á bekknum og virtist hafa haft gott af því.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði mjög góðan leik. Vogaður leikmaður sem virðist ætla að eigna sér þessa stöðu með sama áframhaldi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(6 mörk - 24:56 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skilaði frábærum mörkum og var mjög öflugur varnarlega. Erfitt að setja eitthvað út á hans frammistöðu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 12:00 mín.) Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn og spila meira. Gjörbreytti sóknarleik íslenska liðsins með hraða sínum og krafti. Hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið af níu metrum.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta -3(2 mörk - 32:32 mín.) Teitur var heitur til að byrja með í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu. Getur staðið vörn en er á stundum óagaður sem lagast með meiri reynslu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 28:42 mín.) Er í raun sá leikmaður sem getur orðið x-faktor íslenska liðsins á komandi misserum. Frábært eintak og með fleiri leikjum á stóra sviðinu þá verður honum ekki haggað úr hægra horninu.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 19:13 mín.) Var þéttur varnarlega og stóð vaktina eins og ráð var fyrir gert. Hann og Ólafur Gústafsson virtust ná afar vel saman. Ýmir er án nokkurs vafa framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins.Daníel Þór Ingason, vörn - 3(9 stopp - 16:30 mín.) Er á sama stað og Ýmir. Frábær varnarlega og í náinni framtíð mun hann væntanlega nýtast liðinu vel sóknarlega. Hann þarf aftur á móti meiri tíma. Guðmundur Guðmundsson.Vísir/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Er trúr sinni sannfæringu og verður ekki haggað. Hann er á réttri leið með liðið en hefði mátt breyta liðinu fyrr ekki síst í fyrri hálfleik þegar halla fór undan fæti. Það þarf kjark til að nota nýliða á stóra sviðinu eins og hann gerði í síðari hálfleik. Þar fær hann plús í kladdann og dýrmæta reynslu í hópinn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira