Komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 19:45 Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur. Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur.
Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07