Komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 19:45 Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur. Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur.
Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07