Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 15:00 Arnór Þór Gunnarsson er alltaf vel studdur af fjölskyldu sinni. vísir/sigurður már Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00