Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2019 19:16 vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44