Meðlimir Sérsveitarinnar voru mættir fyrstir í hús og byrjaðir að keyra upp stemninguna á meðan beðið var eftir að íslenskir stuðningsmenn færu að mæta í Bjórgarðinn í Ólympíuhöllinni þar sem á að hittast fyrir leikinn í dag.
Sérveitin mun halda uppi stemningunni á leiknum í dag en mögulega verða um 600 íslenskir áhorfendur í Ólympíuhöllinni á leiknum gegn Króatíu sem hefst klukkan 17.00.
Vísir hitti Sérsveitina í stuði nú rétt áðan en meira um það í innslaginu hér að neðan.