Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 20:00 Aron Pálmarsson á æfingunni í dag. vísir/tom Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00