Sorglegt að peningar ráði möguleikum fólks á barneignum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 15:58 Feðgarnir á góðri stundu. Björn Þór Ingason segist hafa verið heppinn og haft sterkt bakland þegar í ljós kom að líkurnar væru ekki með honum og konu hans að búa til barn á eigin spýtur. Það sé hins vegar ekki raunin fyrir alla. Björn Þór ákvað að deila sögu sinni með landsmönnum á Facebook og samdi auk þess lag. Hann vonar til þess að augu stjórnvalda opnist og skorar á þau að endurskoða nýlegar breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Allir eigi rétt á tækifæri til að upplifa að vera foreldri. Umdeildar breytingar Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Að þurfa að fara í gegnum þennan tilfinningarússíbana og í þokkabót þurfa að hafa áhyggjur af peningum er mjög dapurt og ég myndi ekki óska þess upp á nokkurn mann, segir Björn Þór. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. „Þetta málefni stendur mér mjög nærri þar sem ég og Fríða fengum þær fréttir síðla árs 2013 að líkurnar væru ekki með okkur ef okkur langaði að búa til barn upp á eigin spýtur. Við nýttum okkur því þau úrræði sem voru í boði á þeim tíma og eftir tvær meðferðir og fimm uppsetningar var biðin og óvissan loks á enda þegar kraftaverkið okkar kom í heiminn í október 2015 með hjálp tæknifrjóvgunar,“ segir Björn Þór. Þessar meðferðir hafi auðvitað kostað sitt. Hverrar krónu virði en ekki allir sem eiga krónur „En ég get lofað ykkur því að ég hefði sett hverja einustu krónu sem ég hef unnið mér inn yfir ævina í þetta ferli ef ég vissi hvað beið mín þegar ég fékk hann Ara okkar í hendurnar. Ég og Fríða vorum í góðum vinnum og höfðum sterkt bakland svo að við þurftum sem betur fer ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fjármagna meðferðirnar þó svo þær hafi vissulega skilið eftir sig slóð á bankareikningum okkar.“ Björn Þór sér ekki eftir krónu en þær séu því miður ekki í boði hjá öllum. Það sé ekki raunin fyrir alla. Gríðarlegt sorglegt sé að fjárhagur fólks sé farinn að skipta enn þá meira máli hafi fólk löngun til þess að stofna fjölskyldu. „Það er alltaf sagt að hamingja fáist ekki keypt með peningum en í þessu tilfelli geta þeir svo sannarlega gert það ef meðferðin skilar tilætluðum árangri. Að sjálfsögðu ættu peningar ekki að stjórna því hvort að við fáum tækifæri á að upplifa þá hamingju sem barn getur veitt foreldrum sínum. Það tók mjög á bæði andlega og líkamlega að fara í gegnum þetta ferli og sértaklega fyrir hana Fríðu mína. Að þurfa að fara í gegnum þennan tilfinningarússíbana og í þokkabót þurfa að hafa áhyggjur af peningum er mjög dapurt og ég myndi ekki óska þess upp á nokkurn mann.“ Erfitt að sjá sína heittelskuðu þjást Björn Þór samdi lag fyrir nokkrum árum þegar parið var með hjálp tæknifrjóvgunar að reyna að geta barn. „Eitt kvöldið þegar Fríða var úti með vinkonum sínum stuttu eftir enn eina misheppnaða uppsetningu samdi ég lag sem súmmerar upp hvernig mér leið á þessu tímabili. Það var mjög erfitt að horfa á þann einstakling sem þú elskar mest í þessu lífi þjást jafn mikið vitandi að það var ekkert sem ég gat gert til þess að breyta stöðunni.“ Að neðan má sjá flutning Björns Inga á laginu ásamt textanum. Skrýtið að sakna einhvers sem þú hefur aldrei hitt Skyndilegt tómarúm sem þú veist ei hvort að verði fyllt Það er erfitt að bíða og vona enginn í framtíðina sér Fyrir aðeins eitt tækifæri á að hitta þig við gæfum hvað sem er. Verst er að sjá ástina mína kveljast hvern einasta dag Vitandi að það er ekkert sem ég get gert til að koma því í lag En ég reyni að bera höfuðið hátt Vona það sé ekki svo langt Í að hlutirnir muni þokast í rétta átt Og einn daginn ég skal Syngja allt annað lag Þar sem gæfan hefur snúist okkur í hag. Það er örlítið sárara að vita að vandamálið liggi hjá mér Að geta ekki fært ástinni minni það eina sem hún hefur alltaf óskað sér Og stundum leyfi ég mér að hugsa hvort hún væri ekki betur sett Með einhverjum sem getur uppfyllt hennar drauma Sorglegt en stundum hljómar það rétt Verst er að sjá.............. Við megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna en það er erfitt að stóla á trú Megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna en hún er erfið þessi endarlausa bið Verst af öllu er samt ekki að vita hvort við fáum yfirhöfuð einhverntíman að hitta þig. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Fólk hefur þegar hætt við tæknifrjóvgun vegna aukins kostnaðar eftir breytingu á greiðsluþátttöku, að sögn ófrjósemislæknis. 5. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björn Þór Ingason segist hafa verið heppinn og haft sterkt bakland þegar í ljós kom að líkurnar væru ekki með honum og konu hans að búa til barn á eigin spýtur. Það sé hins vegar ekki raunin fyrir alla. Björn Þór ákvað að deila sögu sinni með landsmönnum á Facebook og samdi auk þess lag. Hann vonar til þess að augu stjórnvalda opnist og skorar á þau að endurskoða nýlegar breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Allir eigi rétt á tækifæri til að upplifa að vera foreldri. Umdeildar breytingar Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Að þurfa að fara í gegnum þennan tilfinningarússíbana og í þokkabót þurfa að hafa áhyggjur af peningum er mjög dapurt og ég myndi ekki óska þess upp á nokkurn mann, segir Björn Þór. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. „Þetta málefni stendur mér mjög nærri þar sem ég og Fríða fengum þær fréttir síðla árs 2013 að líkurnar væru ekki með okkur ef okkur langaði að búa til barn upp á eigin spýtur. Við nýttum okkur því þau úrræði sem voru í boði á þeim tíma og eftir tvær meðferðir og fimm uppsetningar var biðin og óvissan loks á enda þegar kraftaverkið okkar kom í heiminn í október 2015 með hjálp tæknifrjóvgunar,“ segir Björn Þór. Þessar meðferðir hafi auðvitað kostað sitt. Hverrar krónu virði en ekki allir sem eiga krónur „En ég get lofað ykkur því að ég hefði sett hverja einustu krónu sem ég hef unnið mér inn yfir ævina í þetta ferli ef ég vissi hvað beið mín þegar ég fékk hann Ara okkar í hendurnar. Ég og Fríða vorum í góðum vinnum og höfðum sterkt bakland svo að við þurftum sem betur fer ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fjármagna meðferðirnar þó svo þær hafi vissulega skilið eftir sig slóð á bankareikningum okkar.“ Björn Þór sér ekki eftir krónu en þær séu því miður ekki í boði hjá öllum. Það sé ekki raunin fyrir alla. Gríðarlegt sorglegt sé að fjárhagur fólks sé farinn að skipta enn þá meira máli hafi fólk löngun til þess að stofna fjölskyldu. „Það er alltaf sagt að hamingja fáist ekki keypt með peningum en í þessu tilfelli geta þeir svo sannarlega gert það ef meðferðin skilar tilætluðum árangri. Að sjálfsögðu ættu peningar ekki að stjórna því hvort að við fáum tækifæri á að upplifa þá hamingju sem barn getur veitt foreldrum sínum. Það tók mjög á bæði andlega og líkamlega að fara í gegnum þetta ferli og sértaklega fyrir hana Fríðu mína. Að þurfa að fara í gegnum þennan tilfinningarússíbana og í þokkabót þurfa að hafa áhyggjur af peningum er mjög dapurt og ég myndi ekki óska þess upp á nokkurn mann.“ Erfitt að sjá sína heittelskuðu þjást Björn Þór samdi lag fyrir nokkrum árum þegar parið var með hjálp tæknifrjóvgunar að reyna að geta barn. „Eitt kvöldið þegar Fríða var úti með vinkonum sínum stuttu eftir enn eina misheppnaða uppsetningu samdi ég lag sem súmmerar upp hvernig mér leið á þessu tímabili. Það var mjög erfitt að horfa á þann einstakling sem þú elskar mest í þessu lífi þjást jafn mikið vitandi að það var ekkert sem ég gat gert til þess að breyta stöðunni.“ Að neðan má sjá flutning Björns Inga á laginu ásamt textanum. Skrýtið að sakna einhvers sem þú hefur aldrei hitt Skyndilegt tómarúm sem þú veist ei hvort að verði fyllt Það er erfitt að bíða og vona enginn í framtíðina sér Fyrir aðeins eitt tækifæri á að hitta þig við gæfum hvað sem er. Verst er að sjá ástina mína kveljast hvern einasta dag Vitandi að það er ekkert sem ég get gert til að koma því í lag En ég reyni að bera höfuðið hátt Vona það sé ekki svo langt Í að hlutirnir muni þokast í rétta átt Og einn daginn ég skal Syngja allt annað lag Þar sem gæfan hefur snúist okkur í hag. Það er örlítið sárara að vita að vandamálið liggi hjá mér Að geta ekki fært ástinni minni það eina sem hún hefur alltaf óskað sér Og stundum leyfi ég mér að hugsa hvort hún væri ekki betur sett Með einhverjum sem getur uppfyllt hennar drauma Sorglegt en stundum hljómar það rétt Verst er að sjá.............. Við megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna en það er erfitt að stóla á trú Megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna, megum ekki missa trúna en hún er erfið þessi endarlausa bið Verst af öllu er samt ekki að vita hvort við fáum yfirhöfuð einhverntíman að hitta þig.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Fólk hefur þegar hætt við tæknifrjóvgun vegna aukins kostnaðar eftir breytingu á greiðsluþátttöku, að sögn ófrjósemislæknis. 5. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07
Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Fólk hefur þegar hætt við tæknifrjóvgun vegna aukins kostnaðar eftir breytingu á greiðsluþátttöku, að sögn ófrjósemislæknis. 5. janúar 2019 19:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent