Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 11:05 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá eru rúmlega 31% í meðallagi hlynnt eða andvíg afsögn Ágústs og 17 prósent andvíg afsögn. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem fram fór 14. til 28. desember síðastliðinn. Ágúst Ólafur fór í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum í desember. Hann tilkynnti um ákvörðunin á Facebook og sagðist hafa orðið sér til háborinnar skammar með framkomu sinni gagnvart konu sem hann hitti á bar. Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, steig í framhaldinu fram og taldi sig knúna til að leiðrétta frásögn Ágústs Ólafs.Er reiknað með því að Ágúst snúi aftur til þingstarfa í febrúar. Mun fleiri voru hlynntir afsögn sexmenninganna úr Miðflokknum og Flokki fólksins í desember í kjölfar ummæla sem féllu á Klaustur bar. Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrr í desember voru 74-91 prósent hlynnt afsögn en mishlynntir eftir því hver sexmenninganna átti í hlut. Með hækkandi aldri eru Íslendingar líklegri til þess að vera andvígir afsögn þingmannsins. Þeir sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs og háskólamenntaðir andvígastir eða rúm 19 prósent. Íslendingar með heimilistekjur lægri en 550 þúsund krónur eru hlynntastir því að Ágúst Ólafur segi af sér eða um 60 prósent. Tekjuhæsti hópurinn er andvígastur afsögn hans eða 25,5 prósent. Kjósendur Framsóknarflokksins og Pírata eru hlynntastir afsögn hans en kjósendur Miðflokksins andvígastir. Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilvlijun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Fólkið er af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28