Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra.
Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.
hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.
https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr
— IHF (@ihf_info) January 9, 2019
Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið.
Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins.
Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta.
Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað.
Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni.
Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.
Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here!
Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors
Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP
— hummel (@hummel1923) January 10, 2019