Telur laun og gengi íslensku krónunnar hafa mestu áhrifin Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Fréttablaðið/Ernir Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira