Skrúfuþota Ernis kyrrsett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2019 06:00 Flugvallarstarfsmenn drógu skrúfuþotu Ernis að Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli og lögðu síðan sendibíl fyrir framan vélina til að tryggja að henni yrði ekki flogið á brott. Fréttablaðið/Stefán Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00