Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum.
„Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“

Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi.
„Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“
Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður.
„Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“