Tónlist.is hættir: Reksturinn var dauðadæmdur með tilkomu Spotify Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 13:19 Vísirinn að Tónlist.is var verkefni sem Stefán Hjörleifsson vann við MBA-nám sitt í Bandaríkjunum. Vísir Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira