Tónlist.is hættir: Reksturinn var dauðadæmdur með tilkomu Spotify Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 13:19 Vísirinn að Tónlist.is var verkefni sem Stefán Hjörleifsson vann við MBA-nám sitt í Bandaríkjunum. Vísir Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira