Skagamenn fengu heldur betur góðan liðsstyrk í dag er tilkynnt var að Tryggvi Hrafn Haraldsson væri kominn heim.
Þessi 22 ára strákur kemur til uppeldisfélagsins frá Halmstad í Svíþjóð. Hann fór til Halmstad seinni hluta árs 2017.
Tryggvi Hrafn spilaði 33 leiki með ÍA áður en hann fór út og náði að skora sex mörk í efstu deild. Hann hefur leikið þrjá leiki og skorað eitt mark með A landsliði Íslands og 13 leiki og eitt mark með U-21.
Hann býr því að mikilvægri reynslu og verður klárlega í lykilhlutverki hjá Skagamönnum í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Tryggvi kominn aftur heim til ÍA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn