Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 12:33 Þeim hefur sérstaklega fækkað sem telja Trump standa sig vel í að halda fjárlagahallanum í skefjum. Vísir/EPA Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00