Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 12:33 Þeim hefur sérstaklega fækkað sem telja Trump standa sig vel í að halda fjárlagahallanum í skefjum. Vísir/EPA Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00