„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 12:02 Henry Alexander Henrysson var afráttarlaus í umræðu um Klaustursmálið í Silfrinu á RÚV í morgun. Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent