Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 12:45 Forsvarsmaður forvarnaverkefnis gegn streitu segir mikið vinnuálag lækna sýna að brotið sé á reglum kjarasamninga um vaktir. Vísir/Fréttablaðið Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma. Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma.
Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira