Menntamálaráðherra Færeyja sagði af sér Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2019 09:30 Rigmor Dam, fráfarandi menntamálaráðherra Færeyja. Mynd/Mentamálaráðið. Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum. Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum.
Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45