Menntamálaráðherra Færeyja sagði af sér Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2019 09:30 Rigmor Dam, fráfarandi menntamálaráðherra Færeyja. Mynd/Mentamálaráðið. Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum. Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum.
Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45