Watson og félagar í Saints eru enn eðlilega mjög sárir yfir dómarahneykslinu í leik þeirra gegn LA Rams og Watson gagnrýnir Goodell fyrir að taka ekki í taumana á málinu og sýna enga leiðtogahæfileika.
Goodell hefur nefnilega farið í felur og ekkert tjáð sig um skandalinn frekar en deildin. Þðgn NFL-deildarinnar í þessu máli er ærandi og í raun vandræðaleg.
.@nflcommishpic.twitter.com/a0pIFnboMP
— Benjamin Watson (@BenjaminSWatson) January 24, 2019
„Að maður í þinni stöðu skuli þegja þunnu hljóði er óásættanlegt. Það er niðurlægjandi fyrir leikinn og vanvirðing við aðdáendur íþróttarinnar. Þú þarft að leiða með góðu fordæmi og við bíðum.“
Leikurinn gegn Rams var síðasti leikurinn á ferli Watson og honum finnst eðlilega súrt að enda svona í stað þess að vera á leiðinni í Super Bowl.
Það hefur allt verið brjálað eftir leikinn. Leikmenn eru reiðir og senda NFL-deildinni og Goodell tóninn. Stuðningsmenn kaupa auglýsingaskilti og drulla yfir deildina og svo eru stuðningsmenn einnig farnir í mál.
Saints fans not done. Here’s their new Super Bowl LIII logo ( by @jamaicncreolesd) pic.twitter.com/wOeejVDkHU
— Darren Rovell (@darrenrovell) January 24, 2019