Fleiri skoðanir Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2019 07:00 Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar