Gunnar Berg: Það er lengra í land en við þorðum að vona Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 20:00 Gunnar Berg Viktorsson. vísir/skjáskot Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira