Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 19:00 Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu var eitt komma sjö barn hér á landi á síðasta ári en var 2,8 börn árið 1970. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf hún að vera um 2,1 barn. Ragnhildur Magnúsdóttir fæðingar-og kvensjúkdómalæknir hjá Livio Reykjavík segir skorta þekkingu á frjósemi en sífellt stærri hópur kvenna hugi ekki að barneignum fyrr en um 35 ára aldur sem sé of seint. „Þær eru að verða eldri en þá verða til færri börn því það er ekki nægur tími, eiga erfiðara með að ná þungun og missa frekar fóstur. Þær halda að þær geti átt börn miklu lengur en lífsklukkan segir til um,“ segir Ragnhildur. Signý Hersisdóttir, fósturfræðingur hjá Livio Reykjavík, segir að frjósemi hafi minnkað um 40% hjá körlum síðan 1970. Ýmsir þættir hafi áhrif á frjósemina. „Frjósemin hefur snarminnkað vegna hækkandi aldurs fólks, þyngdaraukningar en líka of lítil þyngdar. Reykingar og lífshættir hafi einnig mikil áhrif á frjósemi. Plast í umhverfinu getur haft áhrif á frjósemi karla og of mikil seta en hún getur valdið minni sæðisframleiðslu,“ segir Signý. Fyrirtækið Livio sem þær Ragnhildur og Signý starfa hjá sér um meðferðir við ófrjósemi en meðalaldur kvenna sem þurfa á meðferð að halda er 36 ára. Ragnhildur segir að ef konur séu orðnar of gamlar sé gjafaegg oft meðal síðustu úrræðanna í meðferð. Hins vegar sé löng bið eftir þeim. „Það er um árs biðslisti eftir gjafaeggjum og á þeim lista eru 60 konur. Í fyrra gáfu 40 konur egg en þörfin fyrir slíkt er sívaxandi,“ segir Ragnhildur að lokum. Málþingi um aldur og frjósemi er haldið á Læknadögum í Hörpu á morgun.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira