Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2019 20:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira