Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 22:40 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Kristinn Ólafsson Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01