500 hillumetrar af skjölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Guðmundur, forstöðumaður Skjala-og myndasafns Norðfjarðar, við vinnuborðið sitt. Mynd/Magnús Stefánsson Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent