Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2019 06:15 Leyft verður að fjölga íbúðum með ýmsu móti, m.a. í Árbæ. Fréttablaðið/Anton Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira