Noregur og Danmörk eru komin í undanúrslitin á HM í handbolta en þetta varð ljóst eftir að Danmörk vann sigur á Svíþjóð í lokaleik riðilsins, 30-26.
Norðmenn unnu Ungverja fyrr í dag og urðu að treysta á að Danir myndu klára sinn leik gegn Svíþjóð í kvöld og sú varð raunin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en eftir fína byrjun Dana tóku Svíarnir völdin. Þeir náðu mest þriggja marka forystu en Danirnir komu til baka og jafnt var í hálfleik, 13-13.
Sami kraftur var í Svíum í upphafi síðari hálfleiks en hægt og rólega náðu Danirnir tökum á leiknum. Þeir komust yfir 19-18, sem var í fyrsta skipti sem þeir leiddu síðan staðan var 5-4, og þeir litu aldrei til baka.
Munurinn varð að endingu fjögur mörk og Danir eru því komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta Frökkum. Í hinni undanúrslita viðureigninni verða það Norðmenn og Þjóðverjar en undanúrslitin fara fram á föstudagskvöldið.
Kristján Andrésson og lærisveinar hans mæta Króatíu í leiknum um fimmta sætið og Spánn og Egyptar spila um sjöunda sætið.
Mikkel Hansen var markahæstur Dana með sex mörk en maður leiksins var Niklas Landin sem varði eins og berserkur í markinu. Í liði Svía var vinstri hornamaðurinn Jerry Tollbring markahæstur með átta mörk.
Það var spennutryllir í Köln þar sem Þýskaland vann eins marks sigur á Spánverjum, 31-30, eftir að staðan hafi verið 17-14 yfir í hálfleik. Það stóð tæpt undir lokin en þeir þýsku mörðu þetta.
Fabian Bohm skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja og var markahæstur í afar jöfnu þýsku liði en Ferran Sole Sala var markahæstur í liði Spánar með átta mörk.
Danir og Norðmenn í undanúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn